Umfjöllunarefni

UM TOR-VAFRANN

Tor-vafrinn notar Tor-netið til að vernda persónuupplýsingar þínar og halda þér nafnlausum. Notkun Tor-netsins gefur tvenns konar eiginleika:

Að auki er Tor-vafrinn hannaður til að hindra vefsvæði í að "taka fingraför" eða að auðkenna þig út frá uppsetningu vafrans.

Sjálfgefið geymir Tor-vafrinn ekki neinn vafurferil. Vefkökur eru einungis gildar í stökum setum (þar til hætt er í Tor-vafranum eða beðið um Nýtt auðkenni).

HVERNIG TOR VIRKAR

Tor er net af sýndargöngum (virtual tunnels) sem gera þér kleift að bæta friðhelgi þína og öryggi á internetinu. Tor virkar þannig að umferðin þín er send í gegnum þrjá handahófsvalda þjóna (einnig nefndir endurvarpar) í Tor-netkerfinu. Síðasti endurvarpinn í rásinni (nefndur “úttaksendurvarpi”) sendir þá umferðina út á opinbera internetið.

Hvernig Tor virkar

Myndin hér fyrir ofan sýnir hvernig notandi vafrar um hin ýmsu vefsvæði í gegnum Tor. Grænu tölvurnar á milli tákna endurvarpa á Tor-netkerfinu, á meðan lyklarnir þrír tákna lögin af dulritun sem aðskilja notandann og hvern endurvarpa.

NIÐURHAL

Öruggasta og einfaldasta leiðin til að sækja Tor-vafrann er af opinberri vefsíðu Tor-verkefnisins á https://www.torproject.org/download. Tengingin við síðuna er tryggð með HTTPS, sem gerir utanaðkomandi aðilum erfiðara fyrir með að eiga við niðurhalið.

Hinsvegar, það geta komið upp tilvik þar sem þú hefur ekki aðgang að vefsvæði Tor-verkefnisins: til dæmis gæti það verið útilokað á netkerfinu þar sem þú tengist. Ef sú er raunin, gætirðu prófað einhverjar af þeim varaleiðum til niðurhals sem taldar eru upp hér fyrir neðan:

SPEGLAR

Ef þér tekst ekki að sækja Tor-vafrann af opinberri heimasíðu Tor-verkefnisins, þá geturðu reynt að sækja hann af einum af opinberu hugbúnaðarspeglunum okkar, annað hvort í gegnum EFF eða Calyx Institute.

GetTor

GetTor er þjónusta sem bregst sjálfvirkt við skilaboðum með því að senda tengla á nýjustu útgáfur Tor-vafrans, hýstar á ýmsum mismunandi stöðum, svo sem Dropbox, Google Drive og GitHub.

AÐ NOTA GETTOR MEÐ TÖLVUPÓSTI

Sendu tölvupóst til gettor@torproject.org og skrifaðu einfaldlega í meginmál póstsins “windows”, “osx”, eða “linux”, (án gæsalappanna) eftir því hvert stýrikerfið þitt er. Til dæmis, til að fá tengla fyrir niðurhal Tor-vafrans fyrir Windows, sendu tölvupóst til gettor@torproject.org með orðinu "windows" í skilaboðunum.

GetTor mun svara með tölvupósti sem inniheldur tengla sem beina á niðurhalspakka Tor-vafrans, á undirritun dulritunarinnar (nauðsynlegt til að geta sannreynt niðurhalið), fingrafar dulritunarlykilsins sem notaður var við gerð undirritunarinnar, og á gátsummu pakkans (checksum). Þér gæti verið boðið að velja á milli “32-bita” eða “64-bita” hugbúnaðar: það fer eftir hvaða gerð af tölvu þú ert að nota.

AÐ NOTA GETTOR MEÐ TELEGRAM

Sendu skilaboð til @GetTor_Bot á Telegram.

GetTor vélmennið

UPPSETNING

Fyrir Windows

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu Windows .exe skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .exe skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.

Fyrir macOS

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu macOS .dmg skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .dmg skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.

Fyrir GNU/Linux

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu GNU/Linux .tar.xz skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Nú skaltu fylgja annað hvort myndrænni eða skipanalínuaðferðinni:

Myndræn aðferð

Gerðu .desktop skrána keyranlega í Linux

Athugið: Á Ubuntu og einhverjum öðrum dreifingum getur gerst ef þú reynir að ræsa start-tor-browser.desktop skrána, að textaskrá opnist. Í því tilfelli muntu þurfa að breyta sjálfgefinni hegðun og leyfa að .desktop skrár séu keyrðar. Þessa stillingu er venjulega að finna í skráastjóranum þínum.

Skipanalínuaðferð

Ýmsa viðbótarrofa er hægt að nota með start-tor-browser.desktop af skipanalínunni:

Rofi Lýsing
--register-app Til að skrá Tor-vafrann sem skjáborðsforrit.
--verbose Til að birta frálag Tor og Firefox í skjáherminum.
--log [file] Til að skrá frálag Tor og Firefox í skrá (sjálfgefið: tor-browser.log).
--detach Til að leysa út úr skjáhermi og keyra Tor-vafrann í bakgrunni.
--unregister-app Til að afskrá Tor-vafrann sem skjáborðsforrit.

Skoðaðu hér hvernig á að uppfæra Tor-vafrann.

AÐ KEYRA TOR-VAFRANN Í FYRSTA SKIPTI

Þegar þú keyrir Tor-vafrann sérðu glugga til að tengjast við Tor-netið. Þetta gefur þér val um að annað hvort tengjast beint við Tor-netið, eða að setja Tor-vafrann sérstaklega upp fyrir tenginguna þína. Þar er gátreitur sem spyr hvort þú viljir tengjast alltaf sjálfkrafa við Tor-netið; ef sú er raunin ættirðu að merkja í reitinn.

TENGJAST

Smelltu á 'Tengjast' til að tengjast Tor

Í flestum tilfellum er nóg að velja "Tengjast" til að tengjast Tor-netinu án frekari uppsetningar.

Eftir að smellt er á hnappinn, mun framvindustika birtast sem sýnir hvernig gengur með að tengjast Tor. Ef þú ert á tiltölulega hraðvirku neti, en framvindan virðist stöðvast á einhverjum tilteknum tímapunkti, skaltu prófa tengiaðstoðina eða skoða síðuna um Vandamálalausnir til að finna aðstoð við að leysa þetta. Ef þú veist að tengingin þín sé ritskoðuð, eða notar milliþjón (proxy), ættirðu að smella á "Stilla tengingu".

Smelltu á 'Stilla tengingu' til að sýsla með netstillingar

TENGIAÐSTOÐ

Ef lokað er á Tor þar sem þú ert, gæti hjálpað að prófa að nota brú. Tengiaðstoðin getur valið eina slíka fyrir þig út frá staðsetningunni þinni.

Sjálfvirk tengingaraðstoð

Ef tengingaraðstoðin getur ekki fundið staðsetninguna þína eða ef þú vilt stilla tenginguna handvirkt, geturðu valið svæðið þitt úr fellivalmyndinni og smellt á 'Prófa brú'.

Uppsetning tengingaraðstoðar

AÐ STILLA

Tor-vafrinn tekur þig í gegnum nokkur skref fyrir stillingar á uppsetningu.

Tengingaraðstoðin fræðir þig um ástand internettengingarinnar og um tengingu þína við Tor-netkerfið.

Tengingaraðstoð tókst

Tengingaraðstoð mistókst

Fyrsti gátreiturinn er 'Flýtiræsing'. Ef hann er merktur, mun Tor-vafrinn reyna að tengjast með síðustu stillingum í hvert skipti sem þú opnar vafrann.

Flýtiræsing

Ef þú veist að tengingin þín sé ritskoðuð, eða ef þú hefur þegar reynt að tengjast við Tor og það mistekist án þess að nokkrar aðrar lausnir hafi virkað, þá geturðu sett Tor-vafrann upp til að nota 'pluggable transport' tengileið. 'Brýr' mun birta hlutann um hjáleiðir til að setja upp tengileið (pluggable transport) eða til að tengjast með brúm.

Stilla Tor-brú

AÐRIR VALKOSTIR

Ef tengingin þín notar milliþjón, geturðu stillt hann með því að smella á 'Stillingar ...' gegnt 'Stjórnaðu hvernig Tor-vafrinn tengist internetinu'. Í flestum tilfellum er það ekki nauðsynlegt. Þú myndir yfirleitt vita hvort þú þurfir að merkja við þetta, því sömu stillingar væru notaðar fyrir aðra vafra á kerfinu þínu. Ef slíkt er mögulegt, ráðfærðu þig við kerfisstjórann þinn. Ef tengingin þín notar ekki milliþjón, smelltu á “Tengjast”.

Stillingar milliþjóns fyrir Tor-vafrann

HJÁLEIÐIR

Beinn aðgangur að Tor-netinu getur verið hindraður af internetþjónustuaðilum (Internet Service Provider - ISP) eða ríkisstofnunum. Tor-vafrinn inniheldur ýmis tól til að fara framhjá slíkum hindrunum. Þessi tól kallast “pluggable transports” eða “tengileiðir” á íslensku.

GERÐIR 'PLUGGABLE TRANSPORT' TENGILEIÐA

Currently there are four pluggable transports available, but more are being developed.

obfs4 obfs4 lætur umferð í gegnum Tor líta út fyrir að vera tilviljanakennda, en kemur einnig í veg fyrir að hægt sé að finna brýr með netskönnun. Minni líkur eru á að lokað sé á obfs4-brýr heldur en eldri obfs3-brýr.
meek meek tengileiðir líkja eftir vafri á stórum þekktum vefsvæðum þrátt fyrir að vera að nota Tor. meek-azure lætur líta út eins og þú sért að nota vefsvæði hjá Microsoft.
Snowflake Snowflake endurbeinir tengingunni þinni í gegnum milliþjóna rekna af sjálfboðaliðum, til að láta umferðina líta út eins og þú sért í myndsímtali frekar en að þú sért að nota Tor.
WebTunnel WebTunnel hylur Tor-tenginguna og lætur hana líta út eins og verið sé að skoða vefsvæði í gegnum HTTPS.

NOTKUN 'PLUGGABLE TRANSPORT' TENGILEIÐA

Til að nota 'pluggable transport' tengileið, skaltu smella á 'Stilla tengingu' ef þú ert að nota Tor-vafrann í fyrsta skipti. Í hlutanum "Brýr" skaltu merkja í reitinn "Velja eina af innbyggðum brúm Tor-vafrans" og velja þar "Velja innbyggða brú" valkostinn. Úr valmyndinni skaltu velja hvaða 'pluggable transport' tengileið þú vilt nota.

Þegar þú hefur valið þá tengileið sem þú ætlar að nota, skaltu skruna upp og smella á 'Tengjast' til að vista stillingarnar þínar.

Eða ef þú ert með Tor-vafrann í gangi, skaltu smella á "Stillingar" í aðalvalmyndarhnappnum (≡) og síðan á "Tenging" á hliðarspjaldinu. Í hlutanum "Brýr" skaltu merkja í reitinn "Velja eina af innbyggðum brúm Tor-vafrans" og velja þar "Velja innbyggða brú" valkostinn. Úr valmyndinni skaltu velja hvaða 'pluggable transport' tengileið þú vilt nota. Stillingarnar þínar verða sjálfkrafa vistaðar þegar þú lokar flipanum.

Stilla sérsniðnar brýr

HVAÐA TENGILEIÐ ÆTTI ÉG AÐ NOTA?

Hver og ein tengileið sem taldar eru upp í brúavalmynd Tor virkar á mismunandi hátt og eru áhrif þeirra og virkni háð því í nákvæmlega hvaða aðstæðum þú ert.

Ef þú ert að reyna að komast framhjá útilokaðri tengingu í fyrsta skipti, ættirðu að prófa hinar mismunandi tengileiðir: obfs4, snowflake, og meek-azure.

Ef þú prófar alla þessa möguleika og enginn þeirra nær að tengja þig við netið, þá þarft þú að biðja um brú eða setja handvirkt inn vistföng fyrir brýr.

Notendur í Kína verða líklega að tengjast með óskráðri obfs4-brú sem er einka. Hafðu samband við Telegram-yrkið okkar @GetBridgesBot og skrifaðu /bridges. Eða sendu okkur tölvupóst á frontdesk@torproject.org með orðunum "private bridge cn" í efnislínu póstsins. Ef þú ert að tengjast frá öðru landi, skaltu muna að setja heiti landsins eða landskóðann í efnislínu tölvupóstsins.

Lestu kaflann um brýr til að sjá hvað brýr eru og hvernig eigi að verða sér úti um þær.

BRÝR

Flestar pluggable transport tengileiðir, eins og t.d. obfs4, reiða sig á notkun brúarendurvarpa (bridge relay). Rétt eins og venjulegir Tor-endurvarpar, eru brýr reknar af sjálfboðaliðum; en ólíkt venjulegum endurvörpum, þá eru þær ekki birtar opinberlega, þannig að andstæðingar eiga ekki auðvelt um vik að finna þær.

Þegar brýr eru notaðar jafnhliða tengileiðum (pluggable transports) hjálpar það vissulega til við að fela þá staðreynd að þú sért að nota Tor, en þetta getur hægt á tengingunni í samanburði við það að nota venjulega Tor-endurvarpa.

Aðrar 'pluggable transport' tengileiðir, eins og t.d. meek, notar aðra tækni til að komast hjá ritskoðun og reiða sig ekki á finna vistföng brúa. Þú þarft því ekki nein brúavistföng til að nota þær tengileiðir.

AÐ FÁ VISTFÖNG FYRIR BRÝR

Vegna þess að vistföng brúa eru ekki opinber, verður þú að biðja sjálfur um þau. Þú hefur nokkra kosti:

AÐ NOTA VARNARSÍKI (MOAT)

Ef þú ert að keyra Tor-vafrann í fyrsta skipti, skaltu smella á 'Stilla tengingu' til að opna glugga með stillingum Tor-netkerfisins. Í hlutanum "Brýr" skaltu finna valkostinn "Biðja um brú frá torproject.org" skaltu smella á "Biðja um brú..." svo að BridgeDB útvegi brú fyrir þig. Kláraðu CAPTCHA-mennskuprófið og smelltu á "Senda inn". Smelltu á 'Tengjast' til að vista stillingarnar þínar.

Eða ef þú ert með Tor-vafrann í gangi, skaltu smella á "Stillingar" í aðalvalmyndarhnappnum (≡) og síðan á "Tenging" á hliðarspjaldinu. Í hlutanum "Brýr" skaltu finna valkostinn "Biðja um brú frá torproject.org" skaltu smella á "Biðja um brú..." svo að BridgeDB útvegi brú fyrir þig. Kláraðu CAPTCHA-mennskuprófið og smelltu á "Senda inn". Stillingarnar þínar verða sjálfkrafa vistaðar þegar þú lokar flipanum.

Biðja um brú frá torproject.org

AÐ SETJA INN VISTFÖNG FYRIR BRÝR

Ef þú ert að keyra Tor-vafrann í fyrsta skipti, skaltu smella á 'Stilla tengingu' til að opna glugga með stillingum Tor-netkerfisins. Í hlutanum "Brýr", í valkostinum "Settu inn vistfang brúar sem þú þekkir nú þegar", skaltu smella á "Bæta handvirkt við brú" og setja inn vistföng brúa, hvert í sína línu. Smelltu á 'Tengjast' til að vista stillingarnar þínar.

Eða ef þú ert með Tor-vafrann í gangi, skaltu smella á "Stillingar" í aðalvalmyndarhnappnum (≡) og síðan á "Tenging" á hliðarspjaldinu. Í hlutanum "Brýr", í valkostinum "Settu inn vistfang brúar sem þú þekkir nú þegar", skaltu smella á "Bæta handvirkt við brú" og setja inn vistföng brúa, hvert í sína línu. Stillingarnar þínar verða sjálfkrafa vistaðar þegar þú lokar flipanum.

Settu handvirkt inn vistföng fyrir brýr

Ef tengingin bregst, gæti verið að brýrnar sem þú fékkst liggi niðri. Notaðu einhverja af aðferðunum hér fyrir ofan til að ná þér í fleiri brúavistföng, og prófaðu síðan aftur.

BRÚA-MOJI

Hvert brúarvistfang er táknað með streng tjáningartákna sem kallast 'brúa-moji'. Þau má nota til að sannreyna tekist hafi að bæta við tiltekinni brú.

Brúa-tákn eru auðlæsileg auðkenni brúa og standa ekki fyrir gæði tengingar við Tor-netið eða ástand viðlomandi brúar. Streng emoji-stafanna er ekki hægt að nota sem inntak. Notendur þurfa að gefa upp fullt vistfang brúar til að geta tengst við hana.

Brúa-moji

Vistföngum brúa er hægt að deila með því að nota QR-kóðann eða að afrita allt vistfang þeirra.

QR-kóði fyrir brú

SÝSL MEÐ PERSÓNUAUÐKENNI

Þegar þú tengist við vefsvæði, þá er sá aðili sem rekur vefsvæðið ekki einn um að geta skráð upplýsingar um heimsóknina þína. Í dag nota flestir vefir fjöldan allann af utanaðkomandi þjónustum, eins og til dæmis “Like” hnappa samfélagsmiðla, greiningar- og skráningarskriftur auk auglýsingavaktara (beacons), allt eitthvað sem getur tengt saman það sem þú gerir á mismunandi vefsvæðum.

Notkun á Tor-netkerfinu hindrar utanaðkomandi frá því að geta fundið út nákvæma staðsetningu þína og IP-vistfang, en jafnvel án þessara upplýsinga gætu þeir náð að tengja saman aðgerðir þínar á mismunandi svæðum netsins. Það er þess vegna sem Tor-vafrinn inniheldur nokkra viðbótareiginleika sem hjálpa þér við að stýra hvaða upplýsingar sé hægt að tengja við auðkennin þín.

STAÐSETNINGASTIKAN

Tor-vafrinn miðar við að þú sjáir allt sem máli skiptir á URL-staðsetningarstikunni. Jafnvel þó þú tengist tveimur mismunandi vefsvæðum sem nota sama skráningarhugbúnað, þá þvingar Tor-vafrinn efni þeirra til að fara um tvær mismunandi Tor-rásir, þannig að skráningarhugbúnaðurinn getur ekki vitað að báðar tengingarnar koma frá vafranum þínum.

Aftur á móti eru allar tengingar við hvert einstakt vefsvæði um sömu Tor-rásina, sem þýðir að þú getur vafrað um mismunandi síður sama vefsvæðis án þess að virknin skerðist.

Birtu skýringamynd af rásum undir valmyndinni með upplýsingum um vefsvæði

Þú getur séð skýringamynd af rásinni sem Tor-vafrinn er að nota fyrir viðkomandi flipa í upplýsingavalmynd vefsvæðisins á staðsetningastikunni.

Í rásinni er varðarhnúturinn (guard) eða inngangshnúturinn sama og fyrsti hnúturinn og er hann sjálfvirkt handahófskennt valinn af Tor. En hann er frábrugðinn öðrum hnútum í rásinni. Til þess að koma í veg fyrir árásir þar sem útbúin eru persónusnið, er skipt um varðarhnút eftir 2-3 mánuði, ólíkt hinum hnútunum sem breytast við hvert nýtt lén. Til að sjá ítarlegri upplýsingar um Varðarhnúta / Guards ættirðu að skoða Algengar spurningar - FAQ og Aðstoðargátt.

AÐ SKRÁ SIG INN Í GEGNUM TOR

Þó Tor-vafrinn sé hannaður til að styðja við algert nafnleysi notandans við vafur á veraldarvefnum, þá geta verið til staðar aðstæður þar sem skynsamlegt sé að nota Tor með vefsvæðum sem krefjast notkunar notendanafna, lykilorða eða annarra persónugreinanlegra upplýsinga.

Ef þú skráir þig inn á vefsvæði með venjulegum vafra, þá ertu í leiðinni að gefa upp IP-vistfang þitt og landfræðilega staðsetningu. Hil sama er oft að segja þegar þú sendir tölvupóst. Þegar þú skráir þig inn á samfélagsmiðla eða vefpóst með Tor-vafranum geturðu valið hvaða upplýsingar þú gefur upp til vefsvæðanna sem þú vafrar um. Það að skrá sig inn með Tor-vafranum nýtist einnig ef viðkomandi vefsvæði er ritskoðað á netkerfinu þínu.

Þegar þú skráir þig inn á vefsvæði í gegnum Tor, eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga:

SKIPTA UM AUÐKENNI OG RÁSIR

“Nýtt auðkenni” og “Ný Tor-rás” í aðalvalmyndinni

Tor-vafrinn er með valkosti fyrir “Nýtt auðkenni” og “Ný Tor-rás fyrir þetta vefsvæði”. Þetta er einnig hægt að finna í aðalvalmyndinni (≡ hamborgaranum).

NÝTT AUÐKENNI

Þessi valkostur kemur sér vel ef þú vilt koma alveg í veg fyrir að framhald vefskoðunar verði tengjanlegt við það sem þú varst að gera næst á undan. Ef þú velur þetta, mun öllum opnum gluggum og flipum verða lokað, allar einkaupplýsingar á borð við vefkökur og vafurferil verða hreinsaðar út, og nýjar Tor-rásir verða notaðar fyrir allar tengingar. Tor-vafrinn mun birta aðvörun um að öll virkni og niðurhöl verði stöðvuð, þannig að þú ættir að gefa þér tíma í að íhuga hvaða afleiðingar þetta muni hafa áður en þú smellir á "Nýtt auðkenni".

Til að nota þennan valkost, þarftu bara að smella á 'Nýtt auðkenni' í verkfærastiku Tor-vafrans.

NÝ TOR-RÁS FYRIR ÞETTA VEFSVÆÐI

Þessi valkostur nýtist ef útgangsendurvarpinn sem þú ert að nota getur ekki tengst umbeðnu vefsvæði, eða ef það hleðst ekki rétt inn. Sé þetta valið mun virkur flipi eða gluggi endurhlaðast í gegnum nýja Tor-rás. Aðrir opnir flipar og gluggar frá sama vefsvæði munu einni nota nýju rásina séu þeir endurlesnir. Þessi valkostur hreinsar ekki út neinar einkaupplýsingar eða aftengja fyrri virkni þína, né hefur það heldur áhrif á fyrirliggjandi tengingar þínar við önnur vefsvæði.

Þú getur einnig nálgast þennan valkost í nýju skýringamyndinni af rásinni, í upplýsingavalmynd vefsvæðisins á staðsetningastikunni.

ONION ÞJÓNUSTUR

Onion services (formerly known as "hidden services") are services, like websites, that are only accessible through the Tor network.

Onion-þjónustur hafa ýmsa kosti í för með sér fram yfir venjulegar þjónustur á hinum opinbera veraldarvef:

HVERNIG Á AÐ TENGJAST ONION-ÞJÓNUSTU

Just like any other website, you will need to know the address of an onion service in order to connect to it. An onion address consists of 56 letters and numbers, followed by ".onion".

Þegar tengst er við vefsvæði sem notar onion-þjónustu, birtir Tor-vafrinn í slóðastikunni táknmynd af litlum grænum lauk sem stendur fyrir ástand tengingarinna: örugg og notar onion-þjónustu. Þú getur fræðst meira um onion-vefsvæðið sem þú ert að skoða með því að kíkja á birtingu rása.

Önnur leið til að skoða upplýsingar um onion-vefsvæði væri ef vefstjóri þess hafi sett upp fyrirbæri sem kallast Onion-staðsetning (onion-location). Onion-staðsetning er óstaðlaður HTTP-haus sem vefsvæði geta notað til að auglýsa samsvarandi onion-vef. Ef vefsvæðið sem þú ert að skoða á sér líka onion-vefsvæði, mun birtast fjólublá áminning í staðsetningastiku Tor-vafrans með áletruninni ".onion er tiltækt". Þegar þú smellir á ".onion er tiltækt" verður vefsvæðið endurlesið og endurbeint á tilheyrandi onion-vef.

Onion-Location

To always prioritize onion site versions of websites, you can enable automatic Onion-Location redirects. Smelltu á aðalvalmyndina (≡ hamborgarann), farðu í Stillingar, smelltu á Friðhelgi og öryggi og í kaflanum um Onion-þjónustur skaltu leita að færslunni "Gefa .onion-vefjum forgang þegar þeir eru þekktir." og merkja við valkostinn "Alltaf". Or you can copy and paste this URL in a new tab: about:preferences#privacy and change this setting.

AUÐKENNING ONION-ÞJÓNUSTU

Auðkennd onion-þjónusta er þjónusta á borð við onion-vefsvæði sem krefst auðkenningarteikns af hálfu biðlaraforrits Áður en veittur er aðgangur að þjónustunni. Sem Tor-notandi geturðu auðkennt þig beint í Tor-vafranum. Til að fá aðgang að þessari þjónustu, þarftu að fá aðgangsauðkenni hjá rekstraraðila onion-þjónustunnar. Þegar komið er inn á auðkennda onion-þjónustu mun Tor-vafrinn birta tákn fyrir lítinn gráann lykil í veffangastikunni, auk vísbendingar sem birtist við yfirsvif bendils. Settu gildan einkalykil þinn í inntaksreitinn.

Client Authorization

VILLUR Í ONION-ÞJÓNUSTUM

Ef þú getur ekki tengst við onion-vefsvæði, mun Tor-vafrinn gefa upp sérstaka villumeldingu með upplýsingum um hvers vegna vefsvæðið sé ekki aðgengilegt. Villur geta komið upp í mismunandi lögum: villur í biðlara (forriti notandans), villur í netkerfi eða villur í þjónustum. Sumar af þessum villum er hægt að lagfæra með því að fylgja leiðbeiningum til að finna lausn á vandamálum. Taflan sýnir allar mögulegar villur og til hvaða aðgerða þú ættir að taka til að leysa vandamálið.

Kóði Titill villu Stutt lýsing
0xF0 Onionsite Not Found Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF1 Onionsite Cannot Be Reached Ekki er hægt að tengjast onion-svæðinu vegna innri villu.
0xF2 Onionsite Has Disconnected Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF3 Unable to Connect to Onionsite Onion-svæðið er upptekið eða Tor-netið yfirhlaðið. Reyndu aftur síðar.
0xF4 Onionsite Requires Authentication Aðgangur að onion-svæðinu krefst lykilorðs en ekkert var gefið upp.
0xF5 Onionsite Authentication Failed Lykillinn sem þú gafst upp er rangur eða hefur verið afturkallaður. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF6 Invalid Onionsite Address Uppgefið vistfang onion-svæðisins er ógilt. Gakktu úr skugga um að þú hafir sett það rétt inn.
0xF7 Onionsite Circuit Creation Timed Out Mistókst að tengjast onion-svæðinu, mögulega vegna lélegrar nettengingar.

LAUSN Á VANDAMÁLUM

Ef þú nærð ekki tengingu við onion-þjónustuna sem þú baðst um, gakktu fyrst úr skugga um að þú hafir sett onion-vistfangið rétt inn: minnstu mistök munu koma í veg fyrir að Tor-vafrinn nái sambandi við vefsvæðið.

If you are trying to access a 16 character (the shorter "V2 format") onion service, this type of address no longer works on today's Tor network.

Þú getur prófað hvort hægt sé að ná sambandi við aðrar onion-þjónustur með því að tengjast við onion-þjónustu DuckDuckGo.

Ef þér tekst ekki enn að tengjast onion-þjónustunni eftir að hafa yfirfarið vistfangið, prófaðu þá aftur síðar. Það gæti verið tímabundið tengivandamál í gangi, nú eða að rekstraraðilar vefsvæðisins hafi tekið það úr sambandi án aðvörunar.

ÖRUGGAR TENGINGAR

Ef persónulegar upplýsingar á borð við lykilorð fyrir innskráningu fara ódulrituð yfir internetið, er mjög auðvelt að hlera þær. Ef þú ert að skrá þig inn á eitthvað vefsvæði, ættirðu að ganga úr skugga um að vefsvæðið bjóði HTTPS-dulritun, sem verndar gegn þessari tegun hlerana. Þú getur sannreynt þetta á staðsetningastikunni: ef tengingin þín er dulrituð, byrjar slóðin með “https://” í stað bara “http://”.

Einungis-HTTPS-hamur í Tor-vafranum

Einungis-HTTPS-hamur þvingar allar tengingar við vefsvæði til að nota örugga dulritaða tengingu sem kallast HTTPS. Flest vefsvæði styðja nú þegar HTTPS; sum styðja bæði HTTP og HTTPS. Að virkja þennan ham tryggir a allar tengingar þínar við vefsvæði séu uppfærðar í að nota HTTPS og séu þar af leiðandi öruggar.

Einungis-HTTPS-hamur í Tor-vafranum

Sum vefsvæði styðja einungis HTTP og þá er ekki hægt að uppfæra tenginguna. Ef HTTPS-útgáfa af vefsvæðinu er ekki til staðar, muntu sjá síðu með “Örugg tenging ekki tiltæk”:

Örugg tenging er ekki tiltæk á HTTP-vefsvæðum

Ef þú smellir á 'Halda áfram á HTTP-vefsvæði', samþykkir þú áhættuna og munt í framhaldinu skoða HTTP-útgáfu vefsvæðisins. Slökkt verður tímabundið á Einungis-HTTPS-ham fyrir það vefsvæði.

Smelltu á 'Til baka' hnappinn ef þú vilt forðast ódulrituðaðar tengingar.

Eftirfarandi skýringamynd sýnir hvaða upplýsingar eru sýnilegar milliliðum með og án Tor-vafrans með HTTPS-dulritun:




MÖGULEGA SÝNILEG GÖGN
www.vefur.is
Vefsvæðið sem verið er að skoða.
notandi / lykilorð
Notandanafn og lykilorð sem notuð eru við auðkenningu.
gögn
Gögn sem verið er að senda.
staður
Netstaðsetning tölvunnar sem notuð er til að heimsækja vefsvæðið (opinbert IP-vistfang).
tor
Hvort verið er að nota Tor eða ekki.

ÖRYGGISSTILLINGAR

Sjálfgefið verndar Tor-vafrinn öryggi þitt með því að dulrita vafurgögnin þín. Þú getur aukið öryggi þitt enn frekar með því að gera óvirka ýmsa eiginleika vefja sem annars geta sett öryggi þitt og nafnleynd í hættu. Þú getur gert þetta með því að auka öryggisstig Tor-vafrans í valmynd skjaldarins. Hækkun á öryggisstigi Tor-vafrans mun koma í veg fyrir að sumar vefsíður virki almennilega, þannig að þú verður ævinlega að vega og meta öryggið sem þú vilt njóta á móti notagildinu sem þú þarfnast.

AÐ FINNA ÖRYGGISSTILLINGARNAR

Hægt er að komast í öryggisstillingarnar með því að smella á skjaldartáknið næst slóðastiku Tor-vafrans. Til að skoða og aðlaga öryggisstillingar þínar, skaltu smella á 'Stillingar'' í valmynd skjaldarins.

Smelltu á 'Breyta' í valmynd skjaldarins

ÖRYGGISSTIG

Hækkun á öryggisstigi öryggisstillinga Tor-vafrans mun gera óvirka að fullu eða að hluta ýmsa eiginleika vafrans, til að verja þig fyrir mögulegum árásum. Þú getur virkjað þessar stillingar aftur hvenær sem er með því að breyta öryggisstiginu þínu.

Öryggisstig er núna stillt á Öruggast

Staðlað
Öruggara
Öruggast

UPPFÆRSLA

Ávallt þarf að halda Tor-vafranum uppfærðum í nýjustu útgáfu. Ef þú heldur áfram að nota úrelta útgáfu af hugbúnaðnum, ertu berskjaldaður fyrir alvarlegum öryggisveilum sem stofna nafnleynd þinni og öryggi í hættu.

Tor-vafrinn mun áminna þig á að uppfæra hugbúnaðinn um leið og ný útgáfa gefur verið gefin út: aðalvalmyndin (≡) mun sýna grænan hring með ör sem stefnir upp og þú gætir séð skilaboð varðandi uppfærslu þegar vafrinn opnast. Þú getur uppfært annað hvort handvirkt eða sjálfvirkt.

SJÁLFVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM

Veldu 'Endurræsa til að uppfæra Tor-vafrann' í aðalvalmyndinni

Þegar þú færð áminningu um að uppfæra Tor-vafrann, skaltu smella á aðalvalmyndina (≡), velja síðan “Uppfærsla tiltæk - endurræsa núna”.

Framvindustika uppfærslu

Bíddu eftir að uppfærslan sé sótt og sett upp, síðan mun Tor-vafrinn endurræsa sig sjálfur. Þú ert þá að keyra nýjustu útgáfuna.

HANDVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM

Þegar þú ert áminnt/ur á að uppfæra Tor-vafrann, skaltu ljúka netvafrinu þínu og loka forritinu.

Fjarlægðu Tor-vafrann úr tölvunni með því að eyða möppunni sem inniheldur forritsskrárnar (skoðaðu kaflann Taka út uppsetningu til að sjá nánari upplýsingar).

Heimsæktu https://www.torproject.org/projects/torbrowser.html.en og náðu í eintak af nýjustu útgáfu Tor-vafrans, settu hana síðan upp eins og venjulega.

LAUSN Á VANDAMÁLUM

Þá ættir að geta farið að vafra um vefinn með Tor-vafranum fljótlega eftir að forritið er ræst, og með því að smella á “Tengjast” hnappinn ef þú ert að nota forritið í fyrsta sinn.

Smelltu á 'Tengjast' til að tengjast Tor

Tengingaraðstoðin fræðir þig um ástand internettengingarinnar ef þú smellir á 'Prófa'.

Prófun á tengingaraðstoð

Athugaðu internettenginguna þína ef þarna stendur 'Ónettengt'. Ef ekki næst tenging við Tor-netkerfið og þarna standi 'Ekki tengt', gætu eftirfarandi skref hjálpað.

Villa í ónettengdri tengingaraðstoð

SKYNDILAUSNIR

Ef Tor-vafrinn tengist ekki, þá gæti samt verið einhver einföld lausn. Prófaðu allar eftirfarandi leiðir:

SKOÐA ATVIKASKRÁR TOR

Í flestum tilfellum er hjálplegt að skoða atvikaskrár Tor til að greina vandamálið. Ef þú átt í vandræðum með að tengjast gæti birst villumelding, þá ættirðu að velja valkostinn 'Afrita atvikaskrá Tor á klippispjald'. Límdu síðan atvikaskrána inn í textaskrá eða annað slíkt skjal.

Ef þú sér ekki þennan valkost og ert með Tor-vafrann opinn, geturðu farið í aðalvalmyndina (≡), smellt síðan á "Stillingar" og síðan á "Tenging" á hliðarspjaldinu. Neðst á síðunni, næst textanum "Skoða atvikaskrár Tor", skaltu smella á hnappinn "Skoða atvikaskrár...".

Einnig er hægt í GNU/Linux skoða atvikaskrár beint í skjáhermi (terminal) með því að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu úr möppu Tor-vafrans með eftirfarandi skipun:

./start-tor-browser.desktop --verbose

Eða vista atvikaskrár í skrá (sjálfgefið: tor-browser.log):

./start-tor-browser.desktop --log [file]

Nánari upplýsingar má finna á aðstoðargáttinni.

ER TENGINGIN ÞÍN RITSKOÐUÐ?

Ef þú getur samt ekki tengst, þá gæti netþjónustan þín verið að ritskoða tengingar við Tor-netkerfið. Lestu kaflann um Hjáleiðir til að finna hugsanlegar lausnir.

ÞEKKT VANDAMÁL

Tor-vafrinn er í stöðugri þróun, má gera ráð fyrir að sum vandamál séu þekkt en ekki sé búið að laga þau. Skoðaðu síðuna Þekkt vandamál til að sjá hvort vandamálin sem hrjá þig séu þegar tilgreind þar.

VIÐBÆTUR, HJÁLPARFORRIT OG JAVASCRIPT

JAVASCRIPT

JavaScript er forritunarmál sem notað er við smíði vefsvæða til að framkalla gagnvirka þætti á borð við myndskeið, hreyfingar, hljóð og atburði á tímalínu. Því miður er einnig hægt að nota JavaScript til að komast framhjá öryggisstillingum vafrans, sem aftur getur leitt til auðkenningar á þeim sem hann nota.

Tor-vafrinn kemur með forritsviðbót sem kallast NoScript, hún er aðgengileg í gegnum 'Kjörstillingar' (eða "Valkostir" á Windows) á aðalvalmyndinni (hamborgarinn ≡), síðan á að velja 'Sérsníða' og draga síðan 'S'-táknmyndina efst í hægra horn gluggans. NoScript gerir þér kleift að stýra JavaScript-skriftum (og öðrum skriftum) sem keyra á einstökum vefsíðum eða að loka algerlega á þær.

Notendur sem þurfa hátt öryggisstig við vafur sitt á netinu ættu að stilla öryggisstillingasleða Tor-vafrans á “Öruggara” (sem gerir JavaScript óvirkt á vefsvæðum sem ekki nota HTTPS) eða á “Öruggast” (sem lokar á JavaScript á öllum vefsvæðum). Hinsvegar, að gera JavaScript óvirkt mun valda því að margir vefir birtast ekki rétt, því er sjálfgefin stilling Tor-vafrans að leyfa öllum vefsvæðum að keyra skriftur í "Staðlað" hamnum.

VIÐBÆTUR FYRIR VAFRANN

Tor-vafrinn er byggður á Firefox, allar vafraviðbætur eða þemu sem eru samhæfð við Firefox er einnig hægt að setja upp í Tor-vafranum.

Hinsvegar, einu viðbæturnar sem prófaðar hafa verið fyrir notkun með Tor-vafranum eru þær sem koma sjálfgefið uppsettar með honum. Uppsetning á öllum öðrum vafraviðbótum getur skemmt virkni Tor-vafrans eða valdið alvarlegum vandamálum varðandi nafnleynd þína og öryggi. Mælt er sterklega gegn því að aðrar viðbætur séu settar upp, auk þess sem Tor-verkefnið býður ekki neina aðstoð gagnvart vöfrum með slíkum uppsetningum.

FLASH MARGMIÐLUNARSPILARI

Flash var margmiðlunarhugbúnaður notaður á vefsvæðum til að birta myndskeið og gagnvirk atriði, til dæmis í leikjum. Það var gert sjálfgefið óvirkt í Tor-vafranum þar sem það hefði getað ljóstrað upp um raunverulega staðsetningu þína og IP-vistfang. Tor-vafrinn styður ekki lengur Flash og er ekki hægt að virkja það.

Megninu af eiginleikum Flash hefur verið skipt út með HTML5-staðlinum, sem reiðir sig mikið á JavaScript. Myndskeiðasöfn á netinu eins og YouTube eða Vimeo hafa farið yfir í að nota HTML5 og styðjast ekki lengur við Flash.

TAKA ÚT UPPSETNINGU

Að fjarlægja Tor-vafrann úr tölvunni þinni er einfalt:

Á Windows:

Á macOS:

Farðu í valkosti möppu

Farðu í möppuglugga

Athugaðu að ef þú settir Tor-vafrann ekki upp á sjálfgefinni staðsetningu (Applications-möppunni), þá er gagnamappan TorBrowser-Data ekki staðsett í ~/Library/Application Support/ möppunni, heldur í sömu möppu og þú settir Tor-vafrann upp í.

Á Linux:

Athugaðu að venjulega "Taka út forrit" eining stýrikerfisins þíns er ekki notuð.

ÞEKKT VANDAMÁL

TOR Á FARSÍMUM

Tor-vafrinn fyrir Android

Tor-vafrinn fyrir Android er eini opinberi snjalltækjavafrinn sem hannaður er og studdur af Tor-verkefninu. Þetta er mjög líkt Tor-vafranum á venjulegum tölvum, nema að virka á Android. Sem helstu eiginleika Tor-vafrans fyrir Android mætti telja: minnkar líkur á rakningu milli vefsvæða, varnir gegn eftirliti, gerir erfiðara að gera fingraför af vafra og býður upp á hjáleiðir framhjá ritskoðun.

NIÐURHAL OG UPPSETNING

Til eru bæði Tor-vafrinn fyrir Android og Tor-vafrinn fyrir Android (alfa). Notendur sem ekki eru mjög tæknilega þenkjandi ættu að sækja Tor-vafrann fyrir Android, þar sem þetta er stöðug útgáfa þar sem villur koma mun síður fram. Tor-vafrinn fyrir Android er tiltækur í Play Store, F-Droid og á vefsvæði Tor-verkefnisins. Mikil áhætta fylgir því að sækja Tor-vafrann utan þessara þriggja staða.

Google Play

Þú getur sett upp Tor-vafrann fyrir Android úr Google Play Store.

F-Droid

Það er Guardian Project sem sér um Tor-vafrann fyrir Android í F-Droid hugbúnaðarsafninu þeirra. Ef þú kýst að setja forritið upp í gegnum F-Droid, skaltu fara í gegnum þessi skref:

  1. Sæktu og settu upp F-Droid forritið á Android-tækinu þínu af vefsvæði F-Droid.

  2. Eftir að F-Droid hefur verið sett upp, opnaðu forritið.

  3. Í horninu niðri til hægri skaltu opna "Stillingar".

  4. Undir 'Forritin mín' velurðu síðan 'Hugbúnaðarsöfn'.

  5. Víxlaðu "Guardian Project Official Releases" á sem virku.

  6. Núna sækir F-Droid lista yfir forrit í hugbúnaðarsafni Guardian Project (athugaðu: þetta getur tekið nokkrar mínútur).

  7. Ýttu á 'Til baka'-hnappinn í horninu efst til vinstri.

  8. Opnaðu "Nýjast" í horninu neðst til vinstri.

  9. Opnaðu leitarskjáinn með því að ýta á stækkunarglerið neðarlega hægra megin.

  10. Leitaðu að "Tor-vafrinn fyrir Android" eða "Tor Browser for Android".

  11. Opnaðu leitarniðurstöðuna sem heitir "Tor-Verkefnið/The Tor Project" og settu það upp.

Vefsvæði Tor-verkefnisins

Þú getur líka náð í Tor-vafrann fyrir Android með því að sækja og setja upp apk-pakka af vefsvæði Tor-verkefnisins.

AÐ KEYRA TOR-VAFRANN Á ANDROID Í FYRSTA SKIPTI

Þegar þú keyrir Tor-vafrann í fyrsta skipti muntu sjá valkosti um að tengjast beint við Tor-netið eða að setja Tor-vafrann sérstaklega upp fyrir tenginguna þína í gegnum stillingatáknið.

Tengjast

Tengstu við Tor-vafrann fyrir Android

Í flestum tilfellum er nóg að velja "Tengjast" til að tengjast Tor-netinu án frekari uppsetningar. Eftir að ýtt er á hnappinn, munu birtast setningar neðst á skjánum sem gefa til kynna hvernig gengur með að tengjast Tor. Ef þú ert á tiltölulega hraðvirku neti, en framvindan virðist stöðvast á einhverjum tilteknum tímapunkti, skaltu skoða síðuna um Vandamálalausnir til að finna aðstoð við að leysa þetta.

Stilla

Stilltu Tor-vafrann fyrir Android

Ef þú veist að tengingin þín sé ritskoðuð ættirðu að velja stillingatáknið. Tor-vafrinn tekur þig í gegnum nokkur skref fyrir stillingar á uppsetningu. Fyrsti skjárinn sýnir þér stöðuna á Tor-netkerfinu og gefur þér kost á að setja upp brú ('Stilla brú'). Ef þú veist að tengingin þín sé ritskoðuð, eða ef þú hefur þegar reynt að tengjast við Tor og það mistekist án þess að nokkrar aðrar lausnir hafi virkað, þá ættirðu að smella á rofann 'Stilla brú'. Þá mun birtast skjárinn um hjáleiðir til að setja upp tengileið (pluggable transport).

HJÁLEIÐIR

Brúarendurvarpar eru Tor-endurvarpar sem ekki eru skráðir í opinberu Tor-endurvarpaskrána. Brýr eru nytsamlegar fyrir þá notendur Tor sem búa við kúgunarstjórn og fyrir fólk sem vill bæta við öryggislagi vegna þess að það hefur áhyggjur af að gæti einhver komist að því að það sé að tengjast við opinbert IP-vistfang á Tor-endurvarpa.

Til að nota 'pluggable transport' tengileið, skaltu ýta á stillingatáknið ef þú ert að nota Tor-vafrann í fyrsta skipti. Fyrsti skjárinn sýnir þér stöðuna á Tor-netkerfinu. Ýttu á ('Stilla brú') til að setja upp brú.

Ritskoðað internet á Tor-vafranum fyrir Android

Næsti skjár gefur kost á að velja hvort nota eigi innbyggða brú eða sérsniðna brú. Með "Nota brú" valkostinum hefuðu þrjá möguleika: "obfs4", "meek-azure" og "snowflake".

Veldu brú á Tor-vafranum fyrir Android

Valin brú á Tor-vafranum fyrir Android

Ef þú velur "Gefa brú sem ég þekki" þarftu að setja inn vistfang brúar.

Útvega brú á Tor-vafranum fyrir Android

Útvega vistfang brúar á Tor-vafranum fyrir Android

SÝSL MEÐ PERSÓNUAUÐKENNI

Nýtt auðkenni

Nýtt auðkenni á Tor-vafranum fyrir Android

Þegar Tor-vafrinn er í gangi, muntu sjá það í útflettu tilkynningaspjaldi tækisins auk hnappsins "NÝTT AUÐKENNI". Með því að ýta á þennan hnapp muntu fá nýtt auðkenni. Ólíkt Tor-vafranum fyrir borðtölvur kemur hnappurinn "Nýtt auðkenni" í Tor-vafranum fyrir Android ekki í veg fyrir að áframhaldandi virkni þín í vafranum verði tengjanleg við það sem þú hefur áður verið að gera. Ef þetta er valið mun einungis Tor-rásin þín breytast.

ÖRYGGISSTILLINGAR

Öryggisstillingar og öryggissleði á Tor-vafranum fyrir Android

Öryggisstillingar geta gert óvirka ýmsa eiginleika vefja sem annars geta sett öryggi þitt og nafnleynd í hættu. Tor-vafrinn fyrir Android gefur sömu þrjú öryggisstig og þau sem borðtölvuútgáfan býður. Þú getur breytt öryggisstiginu með því að fylgja eftirfarandi þrepum:

UPPFÆRSLA

Ávallt þarf að halda Tor-vafranum uppfærðum í nýjustu útgáfu. Ef þú heldur áfram að nota úrelta útgáfu af hugbúnaðnum, ertu berskjaldaður fyrir alvarlegum öryggisveilum sem stofna nafnleynd þinni og öryggi í hættu. Þú getur uppfært Tor-vafrann sjálfvirkt eða handvirkt.

Sjálfvirk uppfærsla á Tor-vafranum fyrir Android

Þessi aðferð gengur út frá því að þú sért með annað hvort Google Play eða F-Droid uppsett á snjalltækinu þínu.

Google Play

Uppfærsla Tor-vafrans fyrir Android í Google Play

F-Droid

Uppfærsla Tor-vafrans fyrir Android í F-Droid

Ýttu á "Stillingar", farðu síðan í "Sýsla með uppsett forrit". Á næsta skjá skaltu velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Uppfæra".

Handvirk uppfærsla á Tor-vafranum fyrir Android

Heimsæktu vefsvæði Tor-verkefnisins og náðu í eintak af nýjustu útgáfu Tor-vafrans, settu hana síðan upp eins og venjulega. Í flestum tilfellum mun þessi nýjasta útgáfa Tor-vafrans verða sett upp yfir eldri útgáfuna og þar með uppfæra vafrann. Ef þetta nær ekki að uppfæra vafrann, gætirðu þurft að fjarlægja fyrst Tor-vafrann áður en hann er aftur settur upp. Með Tor-vafrann lokaðann, fjarlægðu hann úr kerfinu með því að nota stillingar stýrikerfisins. Það fer eftir gerð snjalltækis; farðu í 'Stillingar' > 'Forrit', síðan á að velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja". Þegar því er lokið, skaltu sækja nýjustu útgáfu Tor-vafrans og setja hana upp.

TAKA ÚT UPPSETNINGU

Tor-vafrann fyrir Android er hægt að fjarlægja beint úr F-Droid, Google Play eða úr forritastillingum snjalltækisins.

Google Play

Fjarlæging Tor-vafrans fyrir Android í Google Play

F-Droid

Fjarlæging Tor-vafrans fyrir Android í F-Droid

Ýttu á "Stillingar", farðu síðan í "Sýsla með uppsett forrit". Á næsta skjá skaltu velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja".

Stillingar forrits á snjalltækjum

Fjarlæging Tor-vafrans fyrir Android í stillingum tækisins

Það fer eftir gerð snjalltækis; farðu í 'Stillingar' > 'Forrit', síðan á að velja "Tor-vafrinn" og að lokum ýta á hnappinn "Fjarlægja".

LAUSN Á VANDAMÁLUM

Skoða atvikaskrár Tor

Skoðaðu atvikaskrár á Tor-vafranum fyrir Android

Til að skoða atvikaskrár þínar fyrir Tor:

  1. Ræstu Tor-vafrann fyrir Android og ýttu á 'Tengjast'.
  2. During the bootstrapping process, swipe right to left to view the logs. (Note: By default, the ability to take screenshots of the Tor logs is disabled on Tor Browser for Android). #41195

If you want to share the error logs with us, you can take a screenshot. By default, screenshots are disabled in Tor Browser, but you can enable them. To do this, please follow these steps:

Til að finna lausnir á ýmsum algengum vandamálum skaltu skoða yfirlitið á aðstoðargáttinni.

ÞEKKT VANDAMÁL

Í augnablikinu eru nokkrir eiginleikar sem ekki eru í boði í Tor-vafranum fyrir Android, en sem eru til taks í venjulega Tor-vafranum fyrir borðtölvur.

Meira um Tor á snjalltækjum

Orfox

Orfox var fyrst gefið út árið 2015 af The Guardian Project, með það að markmiði að gefa notendum Android færi á að vafra um internetið í gegnum Tor. Á næstu þremur árum var Orfox sífellt endurbætt og varð að vinsælli leið til að vafra um internetið með betri persónuvernd en gerðist í hefðbundnum vöfrum, og var Orfox mikilvægur þáttur í að hjálpa fólki við að komast framhjá ritskoðun og takmörkunum á aðgangi að mikilvægum upplýsingum. Árið 2019 var þróun Orfox hætt eftir að Tor-vafrinn fyrir Tor var kynntur til sögunnar.

Orbot

Orbot er frjálst milliþjónsforrit (proxy app) sem gerir öðrum forritum kleift að nota Tor-netkerfið. Orbot notar Tor til að dulrita umferð á internetinu. Þannig getur þú notað það með öðrum forritum á snjalltækjunum þínum til að fara framhjá ritskoðun og verja gegn eftirliti. Hægt er að sækja Orbot og setja upp úr Google Play. Skoðaðu aðstoðarvefinn okkar til að sjá hvort þú þarft bæði Tor-vafrann fyrir Android og Orbot eða annað hvort þeirra.

Tor-vafrinn fyrir iOS

Það er enginn Tor-vafri til fyrir iOS. Við mælum með iOS-forriti sem kallast Onion Browser, sem er með opnum grunnkóða, notar beiningu í gegnum Tor, og er þróað af aðilum sem vinna náið með Tor-verkefninu. Hinsvegar; Apple krefst þess að vafrar á iOS-stýrikerfinu noti Webkit, sem kemur í veg fyrir að Onion Browser geti verið með alveg sömu varnir fyrir persónuupplýsingar eins og Tor-vafrinn veitir.

Lesa meira um Onion Browser vafrann. Sæktu Onion-vafrann úr App Store safninu.

Tor-vafrinn fyrir Windows Phone

í augnablikinu er engin aðferð til að keyra Tor á eldri Windows símum, en hvað varðar nýrri Microsoft-vörumerkta síma er hægt að fylgja sömu skrefum eins og fyrir Tor-vafrann á Android.

GERA TOR-VAFRANN FÆRANLEGAN

Ef slíks er óskað, má gera Tor-vafrann færanlegan (portable) með því að yfirfæra hann úr uppsetningamöppunni beint yfir á útskiptanlega gagnamiðla á borð við USB-minnislykla eða SD-minniskort. Það er ráðlagt að nota skrifanlega gagnamiðla, svo hægt sé að uppfæra Tor-vafrann eftir þörfum.

Fyrir Windows:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Hvaða skráakerfi sem er mun virka.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu Windows .exe skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu smella á .exe skrána og hefja uppsetningarferlið.

  6. Þegar uppsetningarforritið spyr hvar eigi að setja Tor-vafrann upp, skaltu velja útskiptanlega gagnamiðilinn þinn.

Fyrir macOS:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Þú verður að nota Mac OS Extended (Journaled) skráakerfi.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu macOS .dmg skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu smella á .dmg skrána og hefja uppsetningarferlið.

  6. Þegar uppsetningarforritið spyr hvar eigi að setja Tor-vafrann upp, skaltu velja útskiptanlega gagnamiðilinn þinn.

Fyrir GNU/Linux:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Hvaða skráakerfi sem er mun virka.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu Linux .tar.xz skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu einnig afþjappa safnskrána á gagnamiðilinn.

AÐSTOÐ

Aðstoð, svörun og sniðmát fyrir umsagnir

Þegar þú sendir okkur beiðni um aðstoð, gefur umsögn eða tilkynnir vandamál, skaltu hafa með eins miklar upplýsingar og mögulegt er:

  1. Stýrikerfið sem þú ert að nota
  2. Útgáfa Tor-vafrans
  3. Öryggisstig Tor-vafrans
  4. Skref fyrir skref hvernig vandamálið kom upp, þannig að við getum endurtekið ferlið (dæmi: Ég opnaði vafra, setti inn slóð, smellti á (i) táknmynd, þá hrundi vafrinn minn)
  5. Skjámynd af vandamálinu
  6. Atvikaskrár í skjáhermi í borðtölvuútgáfu Tor-vafrans (hægt að opna með Ctrl+Shift+J á Windows/Linux og Cmd+Shift+J á macOS)
  7. Atvikaskrár Tor (Stillingar > Tenging > Ítarlegt > Skoða atvikaskrár Tor)
  8. Svæðið hvaðan þú ert að reyna að tengjast með Tor.
  9. Svæði valið úr Tengingaraðstoð (ef vandamálið snertir tengingaraðstoð)
  10. Er Tor ritskoðað á landssvæðinu þínu?
  11. Ef Tor náði að tengjast, hve langan tíma tók það að komast í keyrslu (bootstrap)? Einhver áhrif á hraða í vafri?

Hvernig er hægt að ná sambandi við okkur

Það eru margar aðferðir við að ná sambandi við okkur, sumar gætu virkað betur fyrir þig en aðrar.

Telegram

Við erum með nokkrar opinberar Telegram-spjallrásir og yrki (bots):

  1. @GetTor_Bot til að sækja Tor-vafrann.
  2. @GetBridgesBot til að fá obfs4-brýr.
  3. @TorProject til að fá nýjustu fréttir.
  4. @TorProjectSupportBot fyrir hjálp.
    • Í augnablikinu er Telegram-aðstoðargáttin okkar tiltæk á tveimur tungumálum: ensku og rússnesku.
    • Ef þú þarft hjápl við að komast framhjá ritskoðun, þá skaltu endilega velja úr valmyndinni hvaða svæði þú ert að tengjast frá, þar sem það myndi auðvelda okkur að sinna málinu.

Umræðusvæði Tor

Við ráðleggjum að spurt sé um aðstoð á vefspjalli Tor. Þú þarft að búa til notandaaðgang til að senda inn nýtt viðfangsefni. Yfirfarðu leiðbeiningar okkar varðandi samskipti og skoðaðu fyrirliggjandi viðfangsefni áður en þú spyrð spurninga. Til að fá sem skjótust svör ættirðu að skrifa á ensku. Ef þú hefur fundið villu/galla, skaltu nota GitLab.

WhatsApp

Þú getur náð í aðstoðarteymið með því að senda textaskilaboð á Signal-númerið okkar: +447421000612. Þessi þjónusta er einungis fyrir textaskilaboð; myndskeið eða símtöl eru ekki í boði.

Signal

Þú getur fengið aðstoð með því að senda textaskilaboð á Signal-númerið okkar: +17787431312. Signal er frjálst og ókeypis skilaboðaforrit. Í augnablikinu er aðstoðargáttin okkar tiltæk á ensku og rússnesku og er með áherslu á að hjálpa notendum á svæðum þar sem ritskoðun er beitt. Þjónustan er einungis fyrir textaskilaboð; myndskeið eða símtöl eru ekki í boði. Eftir að skilaboðin eru send, mun aðstoðarteymið okkar leiðbeina þér og reyna að leysa vandamálið þitt.

Tölvupóstur

Sendu okkur tölvupóst á frontdesk@torproject.org

Settu í efnislínu tölvupóstsins hvað það sé sem þú sért að tilkynna. Því nákvæmari sem efnislínan er (t.d. "Næ ekki að tengjast", "Umsögn um vefsvæði", "Umsögn um Tor-vafrann, "Ég þyrfti brú"), því auðveldara er fyrir okkur að skilja um hvað málið snýst. Stundum fáum við tölvupóst án efnislína; slíkir póstar eru merktir sem ruslpóstur og við munum ekki sjá þá.

Til að fá sem skjótust svör ættirðu að skrifa á ensku, rússnesku, spænsku, hindí, bangla og/eða portúgölsku ef þú getur. Ef ekkert þessara tungumála hentar þér, ættirðu að skrifa á einhverju tungumáli sem þú átt auðvelt með að tjá þig, en um leið hafa í huga að við verðum lengur að svara því við myndum þurfa aðstoð við að þýða um hvað málið snýst.

IRC og Matrix

Þú finnur okkur á #tor spjallrásinni á OFTC eða Tor User Support rásinni á Matrix. Það er ekki víst að við svörum samstundis, en við skoðum allar fyrirspurnir og höfum samband um leið og færi gefst.

Lærðu hvernig þú getur tengst IRC / Matrix.

GitLab

Fyrst skaltu athuga hvort vandamálið sé þegar þekkt. Þú getur leitað að og skoðað öll vandamál á https://gitlab.torproject.org/. Til að útbúa nýja verkbeiðni (issue), ættirðu að biðja um aðgang á GitLab-tilviki Tor-verkefnisins og finna rétta kóðasafnið til að skrá vandamálið þitt þar. Við fylgjumst með öllum vandamálum sem tengjast Tor-vafranum í verkskráningu Tor-vafrans. Vandamál sem tengjast vefsvæðunum okkar ætti að tilkynna á villuskrásetjaranum fyrir vefina.